Bæjarlistamennirnir Viðar og Silja Elsabet og reynsluboltinn Tóti

Þeir voru yndislegir tónleikarnir í Eldheimum á laugardaginn þar sem söngvararnir Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Þórarinn Ólason leiddu saman hesta sína. Ekki var síður gaman að kíkja á sýningu Viðars Breiðfjörðs í Einarsstofu í Safnahúsi. Viðar var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja á síðasta ári og tók Silja Elsabet við kyndlinum þetta árið. Ber Viðar nokkra ábyrgð á því. „Ég vaknaði klukkan fimm einn morguninn á afmælis- og Goslokahátíð okkar
Vestmannaeyinga í fyrra,“ sagði Viðar þegar þau hittust í hléi í tónleikunum. „Sólin skein. Það var yndislegt veður og fuglasöngur úti. Ég Bæjarlistamaður og búinn að selja heila sýningu á stuttum tíma. Labbaði niður í bæ og hitti unga og fallega stúlku, hana Silju Elsabetu og sleppti henni ekki fyrr en hún var búin að lofa mér að sækja um að verða Bæjarlistamaður Vestmannaeyja á næsta ári. Hún sótti um og fékk, verðskuldað og á eftir hitti ég þær mæðgur, Silju Elsabetu og Ragnheiði, mömmu hennar sem voru eitt sólskinsbros. Það var ánægjulegt því við eigum svo mikið af efnilegu, yndislegu
ungu tónlistarfólki hér í Vestmannaeyjum sem á eftir að fá að njóta sín í lífinu,“ sagði Viðar sem var ánægður með aðsókn á sýninguna. „Ég get ekki kvartað.“ Tónleikarnir í Eldheimum voru vel sóttir og kunnu gestir svo sannarlega að meta það sem fram var borið. Silja Elsabet er ein af okkar efnilegustu söngkonum og á sól hennar eftir að skína skært. Tóti er reynslubolti mikill og saman nutu þau þess að skemmta fólkinu. Lagavalið var fjölbeytt og úr varð mikil tónlistarveisla krydduð skemmtilegum sögum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is