Bæði lið ÍBV tryggðu sér sigur í Olísdeildinni

ÍBV tryggði sér þriggja stiga forskot í fjórða sæti Olísdeildar kvenna í gærkvöldi með því að leggja Aftureldingu, 31:28, í Vestmannaeyjum en um var að ræða frestaðan leik úr 16. umferð. ÍBV var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13. ÍBV er þar með þremur stigum á undan Haukum þegar tvær umferðir eru eftir en liðin mætast á Ásvöllum á laugardaginn.

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9/2, Harpa Valey Gylfadóttir 7, Þóra Björg Stefánsdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 3, Marija Jovanovic 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 1.
Varin skot:
Erla Rós Sigmarsdóttir 13/1, 31,7%.

Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 14/1, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 4, Drífa Garðarsdóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 5, 16,1% – Eva Dís Sigurðardóttir 1, 16,7%.

 

Olísdeild karla

Karlið ÍBV spiluðu gegn Gróttu í gærkvöldi. Hörkuspennandi leikur þar sem að úrslit réðust á síðustu sekundunni. Í hálfleik var staðan jöfn 17 – 17. Undir lok leiks var staðan hnífjöfn, 35-35, þegar Björn Viðar Björnsson varði eitt af sex skotum sínum í leiknum og kastaði boltanum yfir völlinn endilangan og kom ÍBV yfir. Gróttumenn fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir og jöfnuðu leikinn. ÍBV tóku þá leikhlé og lögðu í lokasókn. Sú sókn endaði á að Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk boltann, lyfti sér upp og skaut boltanum upp í samskeytin þegar tvær sekúndur voru eftir. Lokatölur 37 – 36 ÍBV í vil.

 

Leikir í lokaumferð Olísdeildar karla á sunnudaginn:
Haukar – FH
Stjarnan – Víkingur
Grótta – KA.
HK – ÍBV.
Afturelding – Fram
Selfoss – Valur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search