Miðvikudagur 5. október 2022

Skipulag: Baðlón við Skansinn

Umhverfis- og skipulagsráð fundaði síðastliðinn mánudag og tóku fyrir skipulag baðlóðsins við Skansinn. Ráðið samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

Hugmyndir eru um að reisa nýtt baðlón sem staðsett verður á ofanverðum Skansinum. Gert er ráð fyrir heitu baðlóni ásamt heitum pottum, gufuböðum og innbyggðum hraunhelli.  Jafnframt verður aðstaða fyrir veitingasölu og aðra þjónustu fyrir gesti lónsins og möguleiki á 50 herbergja hóteli.

Lava Spring Vestmannaeyjar ehf og Vestmannaeyjabær skrifuðu undir viljayfirlýsingu í lok árs 2020.

Markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp aðlaðandi áfangastað á eynni með einstakri snertingu við náttúruperlur svæðisins.

Áætlað er að baðlónið verði um 1400 m2 stórt með 1000 m2 þjónustubyggingu. Þá eru uppi framtíðarhugmyndir um að reisa hótel í tveimur byggingum, sem gætu verið staðsettar í hlíðinni.

Áhersla verður á upplifun gesta við umhverfið og einstaka náttúruna sem umlykur svæðið. Horft er til að varðveita fágætt landslagið sem kostur er og mun byggingin falla hógvær inn í landið til að lágmarka sjónræn áhrif.

Hönnun lónsins og bygginga eru á höndum Tark arkitekta.

Hægt er að skoða skipulagslýsingu fyrir tillögun að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag við Skansinn hér.

Einnig má sjá myndband hér

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is