Baðlón í Vestmannaeyjum – myndband

17.12.2020

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær voru til umfjöllunar drög að viljayfirlýsingu Vestmannaeyjabæjar og Lava Spring Vestmannaeyjar ehf., um gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Fól bæjarráð bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. Vestmannaeyjabæjar.

Hugmyndir eru um að reisa nýtt baðlón sem staðsett verður á ofanverðum Skansinum í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir heitu baðlóni ásamt heitum pottum, gufuböðum og innbyggðum hraunhelli. Jafnframt verður aðstaða fyrir veitingasölu og aðra þjónustu fyrir gesti lónsins.

Baðlónið verður um 1400m2 stórt og byggingin sjálf um 1000m2. Þá eru uppi framtíðarhugmyndir um að reisa 50 herbergja hótel í tveimur byggingum, sem staðsettar verða í hlíðum fjallsins.

Baðlónið kemur til með að verða vinsæll áfangastaður á eynni með einstakri snertingu við náttúruperlur svæðisins. Góð aðkoma verður að lóninu og hannaðar verða gönguleiðir frá bænum með sem minnstu raski um ósnortið hraunið.

Útsýnið er mikilfenglegt þegar horft er úr lóninu; yfir Vestmannaeyjabæ, á umlykjandi eyjar og út á hafið með Eyjafjallajökul í fjarska. Áherslan verður á upplifun gesta við umhverfið og einstaka náttúruna sem umlykur svæðið. Horft er til að varðveita fágætt landslagið sem kostur er og mun byggingin falla hógvær inn í landið til að lágmarka sjónræn áhrif. Látlaust efnisval mun taka mið af umhverfinu og verða hluti af því í leiðinni.

Þá er hugmyndin að skoða mögulega hótelbyggingu við baðlónið, sem mun að mestu falla inn í landið. Þar munu gestir upplifa óviðjafnanlegt útsýni þar sem hafið tekur yfir meirihluta sjóndeildarhringsins og sólin sest í hafið mestan hluta ársins.

Þeir sem að verkefninu standa er Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. og í forsvari er Kristján Gunnar Ríkarðsson. Kristján hefur komið að ýmsum stórum verkefnum, m.a. hluta Skuggahverfis í Reykjavík, og nýrri fjölbýlishúsabyggð á RUV reitnum við Efstaleiti.

Hönnuðir baðlónsins eru T.ark arkitektar ehf.

Bæjarráð fagnar áformum um uppbyggingu Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. um gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Ánægjulegt er að Vestmannaeyjum skuli vera sýndur þessi áhugi sem fjárfestingarkostur til framtíðar.

Sjá myndir og myndbrot hér að neðan 

Vestmannaeyjum 17. desember 2020

Kynning á Eyjaspa  

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search