Ljóst er að næsta ferð Herjólfs fellur niður. Frá Vestmannaeyjum 12:00 og 13:15 frá Landeyjahöfn.
Enn er verið að vinna að viðgerðum..
Við gefum út tilkynningu um leið og við vitum eitthvað meira.
Að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs stendur nú yfir bilanaleit, en um er að ræða bilun í hliðarskrúfu.
Gamli Herjólfur líka bilaður
Herjólfur III fór fyrri ferðina í gær sökum þess að sá nýi bilaði kvöldið áður. Þegar hann átti stutt eftir til Eyja í gær kom upp bilun í skipinu. Guðbjartur segir að bilunin sé í annari aðalvél skipsins. „Vélstjórarnir telja að farin sé headpakkning.”
Viðgerð stendur nú yfir og á Guðbjartur von á því að henni ljúki síðdegis í dag.
Frétt tekin frá eyjar.net og mynd frá Helga R. Torzhamar.