Báðar Eyjarnar með fullfermi

12.05.2020

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi eða um 75 tonnum í Vestmannaeyjum í gær.

Blaðamaður hjá vef Síldarvinnslunar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar, skipstjóra á Bergey, og spurði fyrst hvar aflinn hefði fengist. „ Við fengum þennan afla í Lónsbugtinni og þar var Vestmannaey líka. Þarna var fínasta veiði og samanstóð aflinn af ýsu, ufsa og þorski. Stærstur hluti hans var ýsa. Aflinn fór víða. Hluti hans fór í útflutning en síðan til vinnslu í Eyjum, Dalvík, Akureyri, Seyðisfirði og Neskaupstað. Við fórum út strax að löndun lokinni og erum núna í karfa djúpt út af Surtsey í bongóblíðu.

Vestmannaey ætlaði hins vegar að veiða lýsu. Nú er lögð áhersla á að veiða annað en þorsk og segja má að vertíðin hafi tekið enda. Það er hins vegar ennþá þorskur við Surtsey og bullandi þorskur út af Reykjanesi,“ segir Jón.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is