Á fundi fræðsluráðs fyrr í vikunni, fór framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusvið yfir vinnuskjal með upplýsingum um rekstararkostnað leikskólaplássa sem hefur aukist verulega milli ára, m.a. vegna fjölgunar barna í yngsta aldurshópi. Jafnframt fór hann yfir kostnaðartölur við leikskólavist hvers árgangs. Ráðið þakkaði kynninguna á vinnuskjalinu og óskaði eftir því að það yrði útfært eftir þeim umræðum sem fóru fram á fundinum svo hægt sé að taka ákvörðun á næsta fundi ráðsins. Til þess að fylgja markmiðum um að öll 12 mánaða börn fái leikskólapláss sem fyrst eftir 1 árs aldur þarf að fjölga leikskólarýmum. Ef það næst ekki sem fyrst þarf að gera ráð fyrir að nýta laus pláss/rými í Víkinni
Laugardagur 27. maí 2023