RÚV

Aukin áhersla á fræðsluhlutverk RÚV

29.12.2020

Aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu er meðal lykilatriða í nýjum þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf., sem undirritaður var í gær
.
Lögð verður áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi. Ríkisútvarpið mun verja 12% af innheimtu útvarpsgjaldi til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum, áhersla verður lögð á varðveislu og miðlun efnis úr safni Ríkisútvarpsins, þjónustu við eldri borgara og þátttöku í þróun máltæknilausna, þar sem markmiðið er að íslenska verði nothæf og nýtt í tölvum, tækjum og sjálfvirkum lausnum, t.d. textun á töluðu máli.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra:
„Ríkisútvarpið gegnir margþættu menningar- og félagslegu hlutverki, sem það hefur sinnt með sóma í 90 ár. Sérstök áhersla á fræðslu og menntun er mjög í takt við þá áherslu sem verið hefur áberandi í dagskrá þess, til að mynda þegar skólastarf var verulega takmarkað vegna COVID-19. Gerð fræðsluefnis um íslenska tungu er sérstakt fagnaðarefni, sem og efni um tækni og vísindi.“

Í samningnum eru skýrð ýmis atriði sem óljósari voru í fyrri þjónustusamningum, t.d. skilgreining á sjálfstæðum framleiðendum, réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. Annars skal við framkvæmd markmiða í þjónustusamningi horft til framboðs á efni og áherslna í dagskrá annarra fjölmiðla og gætt að samkeppnissjónarmiðum, þar sem RÚV sinnir skyldum sem aðrir fjölmiðlar uppfylla ekki á markaðslegum forsendum.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri:
„Við erum meðvituð um okkar skyldur gagnvart almenningi og þá sérstöðu sem við njótum. Ríkisútvarpið mun áfram sinna sínum meginhlutverkum af metnaði og í þessum þjónustusamningi eru lagðar línur sem eru í góðum takti við væntingar og óskir fólksins í landinu og stefnu Ríkisútvarpsins. Í samningnum er lagður góður grunnur undir þá vinnu sem er framundan á næsta ári við stefnumótun til næstu ára. Við hlökkum svo sannarlega til að halda áfram að fræða, upplýsa og skemmta fólki eins og Ríkisútvarpið hefur gert í 90 ár.“

Samninginn má lesa hér. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search