Aukafundur hjá bæjarráði í gær vegna samgöngumála – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Herjolfur_8

Aukafundur hjá bæjarráði í gær vegna samgöngumála

20.10.2020

Bæjarráð hélt aukafund í gær til þess að ræða stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina um rekstur Herjólfs ohf.

Á fundinn mættu fulltrúar samningnefndar Herjólfs, þeir Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson og Páll Guðmundsson, ásamt framkvæmdastjóra Herjólfs, Guðbjarti Ellerti Jónssyni.

Jafnframt komu á fundinn bæjarfulltrúarnir Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason.

Haldnir hafa verið fimm fundir í samninganefndinni.

Í ljósi eðli viðræðnanna er niðurstaða þessa fundar bókuð í sérstaka fundargerð trúnaðarmála. Upplýst verður um viðræðurnar þegar niðurstaða liggur fyrir.

Lykilatriði í samningum um rekstur Herjólfs er að tryggja þá þjónustu sem íbúar í Vestmannaeyjum búa við í dag m.a. ferðatíðni og opnunartíma þjóðvegarins.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021
Ör hugvekja á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is