ÍBV og Valur hafa komist að samkomulagi að Auður Scheving landsliðsmarkvörður U-19 ára landsliðs Íslands leiki með ÍBV í sumar sem lánsmaður. Auður hefur verið varamarkvörður Vals undanfarið en ætlar nú að taka slaginn og leika með ÍBV í Pepsí Max deildinni.
Auður hefur leikið 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd.
Auður er annar af tveimur ungum leikmönnum sem eru lánaðar til eyja en áður hafði ÍBV fengið Kristjönu Sigurz að láni frá Breiðablik.
ÍBV bíður Auði velkomna til eyja.