Átta fríar rafbækur frá Þorgrími Þráinssyni á Emma.is

06.04.2020

Nú er tími sem aldrei fyrr til að lesa. Frá og með 2. apríl fær þjóðin að gjöf átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson sem þeim er frjálst að sækja og lesa eins og þá listir.

Bækurnar átta höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10. bekkjar og jafnvel til þeirra eldri sem vilja rifja upp góðar
lestrarstundir.

Á bak við bókagjöfina standa Þorgrímur Þráinsson og aðstandandi rafbókaveitunnar emma.is sem vilja með þessu hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs. Þá er kjörið að nýta rafbækurnar í takt við lestrarverkefnið „Tími til að lesa“ sem stjórnarráðið hleypti af stokkunum í vikunni á timitiladlesa.is. Lestur á rafrænu formi er góður og gildur og opnar jafnmargar dyr og lestur með hefðbundinnar bókar.

Rafbækurnar voru fyrst gerðar aðgengilegar fyrir grunnskólanema 2012-2013 þegar starfsmenn Emmu unnu að því að færa eldri bækur Þorgríms Þráinssonar á stafrænt form og gera úr þeim rafbækur. Nú hefur stafrænu ryki verið dustað af þeim, þær yfirfarnar og uppfærðar eftir nýjustu stöðlum þannig að hægt er að lesa þær á öllum lestækjum og tölvum svo sem iPad, iPod touch, Kindle, snjallsímum með Android eða Windows, PC tölvum eða Mac. Bækurnar sem Þorgrímur og Emma.is gefa eru:

– Með fiðring í tánum (frá 1998),
– Bak við bláu augun (1992),
– Lalli ljósastaur (1992),
– Spor í myrkri (1993),
– Sex augnablik (1995),
– Svalasta 7an (2003),
– Undir 4 augu (2004)
– Litla rauða músins (2008).

Það er von Þorgríms og aðstandenda Emmu að þessi veglega bókagjöf hvetji alla til þess að lesa meira og nýta sér snjalltæki til lestursins.
Bækurnar er hægt að sækja á emma.is frítt.

Almenningur, foreldrar og síðast en ekki síst krakkar eru hvattir til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri — og hlaða bókunum niður og lesa þær aftur og aftur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search