Ef það liggur saumavél hjá ykkur/þér sem þið væruð til í að gefa í gott málefni þá væri Þóra Hrönn til í að fá þær.
Þóra Hrönn og fjölskylda vour út í Gambíu eins og þið hérna vitið sem fylgist með okkur á Tígli ( ef ekki þá má lesa um það hérna )
Ég er ný komin heim frá Gambíu og í þorpinu mínu er saumastofa (sjá mynd). Þar gætu 7-8 ungir einstaklingar fengið vinnu við að sauma, sem þau fá borgað fyrir og í leiðinni eru þau að undirbúa sig fyrir sína framtíð og læra grunnatrið í að sauma á sig og fjölskylduna, en vélarnar sem hafa verið notaðar eru ónýtar. Ég sagði þeim að ég myndi gera allt sem ég gæti til að koma saumavélum í gáminn sem fer frá Eyjum til Gambiu núna í enda nóvember, sagði Þóra Hrönn.

Það er líka mikil þörf fyrir ferðatöskur, ég fer út með fullar ferðatöskur af fjölnota dömubindum handa stúlkunum og hef hingað til ferðast með þær tómar heim. En fólk biður um að fá að eiga töskurnar því það á ekkert til að geyma fötin sín í (sjá mynd). Ég get þá skilið töskurnar eftir og þær koma að góðum notum úti.

Í leiðinni langar mig að þakka öllum sem hafa komið með fótboltadót, efni og hvað eina handa okkur í þetta verkefni. Ég er að fá hjálp og stuðning úr ótrúlegustu áttum.
Kveðja Þóra Hörnn.