Þriðjudagur 27. september 2022

Átakið, Göngum í skólann hefst á morgun

Verkefnið, Göngum í skólann er alþjóðlegt, það stendur yfir frá 7. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðsvegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.

Miðvikudaginn 7. september frá kl. 8:20 – 10:00 ætla vinaárgangar GRV að hittast í tilefni þess að verkefnið Göngum í skólann byrjar.

Í GRV er keppt er um gullskóinn á yngsta- og miðstigi en sú keppni varir í tvær vikur og hreppir sá bekkur viðurkenningu sem á flestar skráningar á tímabilinu.

Á miðvikudaginn ætlum við í GRV að hittast og hefja átakið Göngum í skólann með því að 1. – 5. bekkur bjóði vinaárgöngum sínum í heimsókn. Þá verður átakið kynnt og sameiginleg verkefni unnin í tengslum við það.

Í kjölfarið vill skólinn í samvinnu við foreldra hvetja nemendur á öllum stigum til að ganga í skólann. Það bætir heilsu, eflir ánægju og er umhverfisvænt.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: Göngum í skólann

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is