Áskorun Til Alþingismanna

17.02.2020

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á Aðalfundi Eyverja þann 16. febrúar 2020 

Eyverjar hvetja Alþingismenn til að hætta að mæta bara í kaffi og halda tilgangslausa fundi og fara að girða sig í brók.

Vestmannaeyjar eru stór hluti af Suðurkjördæmi og reiknum við því með að okkar atkvæði muni skipta máli í komandi alþingiskosningum. Núna er því fullkominn tími til að láta verkin tala.

Okkar helsta áskorun til ykkar er að fá sjúkraþyrlu staðsetta í Vestmannaeyjum.

Við erum eyja og sérstaða okkar því mikil. Hér eru oft vond veður og þegar mannslíf eru í húfi skiptir hver mínúta máli. Við finnum fyrir því að ungt fólk sem langar að flytja hingað setur það fyrir sig að hér hefur verið skorið mikið niður í heilbrigðisþjónustu og að biðtími eftir sjúkraflugi sé óásættanlegur. Óléttar konur finna fyrir óöryggi ef að eitthvað kemur upp á sem og langveikir og aldraðir sem treysta sér ekki í ferðalög til að sækja sérfræðiþjónustu. Við skorum því á ykkur að gera þetta að forgangsmáli og nýta orkuna í annað en kaffispjall og Facebook statusa.

Stjórn Eyverja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is