26.03.2020
Til bæjarstjórnar Vestmannaeyja, þingmanna og ríkisstjórnar
Nú þegar verulega syrtir í álinn hjá Eyjamönnum vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar er þörf á jákvæðum fréttum fyrir byggðalagið. Skapa þarf öfluga viðspyrnu fyrir ferðamannaiðnaðinn, þegar faraldrinum lýkur.
Nú hafa stjórnvöld gullið tækifæri til að auka ferðamöguleika allra landsmanna innanlands. Hvað er betur til þess fallið en að bjóða frítt í allar ferjur á Íslandi og niðurgreiðsla innanlandsflugs? Það er ljóst að utanlandsferðir íslendinga ásamt heimsóknum erlendra ferðamanna munu dragast verulega saman í ár. Því er gríðarlega mikilvægt að auka ferðamannastrauminn út á landsbyggðina.
“Þjóðferjuleiðin “ og “skoska leiðin” í fluginu þyrftu því að koma til framkvæmda NÚNA
Þessi áskorun var sett inn á facebooksíðu Heimaklettur þar sem skorað er á bæjarstjórn Vestmannaeyja, þingmenn og ríkisstjórnina.