22.01.2020
1 pakki hrísgrjónanúðlur
(Thai rice noodles)
1 bakki af kjúklingabringum (3-4), skornar í strimla
2 msk grænmetisolía
1 msk púðursykur
1 msk bolli sojasósa
2 msk hrísgrjónaedik
1 msk ferskur limesafi
1 msk fiskisósa
1 rauð paprika, skorinn í strimla
2-3 gulrætur, skornar í strimla
2 hvítlauksrif
4 vorlaukar, smátt skorin
3 egg
Meðlæti
(fólk fær sér það sem það vill)
1/2 bolli salthnetur, hakkaðar gróflega (Til að strá yfir réttinn)
1/3 bolli kóriander, hakkað (Til að strá yfir réttinn)
Lime sneiðar til að kreists yfir
Einnig er afar gott að hafa Naan brauð með
Aðferð:
Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka.
Hrærið saman púðursykri, sojasósu, hrísgrjónaediki, limesafa og fiskisósu í skál og geymið.
Steikið kjúklinginn á pönnu þar til hann er fulleldaður. Takið kjúklinginn af og setjið papriku og gulrætur á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur, bætið þá hvítlauk og vorlauk á pönnuna og steikið aftur 1-2 mínútur. Næst búið þið til pláss á pönnunni og brjótið eggin í miðjuna, hrærið í eggjunum þar til þau eru tilbúin. Bætið kjúklingi, núðlum og sósu á pönnuna og blandið öllu vel saman. Steikið saman í 1-2 mínútur. Stráið fersku kóriander og salthnetum yfir og berið fram.
_________________
Naan brauð
1 poki þurrger
2 msk sykur
200 ml mjólk, ylvolg
600 gr hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
180 gr hrein Jógúrt
1 msk maldonsalt
1 msk Garam masala
25 gr smjör
1 hvítlauksrif, pressað
Handfylli fersku kóríanderlaufi
ger, sykur og volgri mjólk blandað saman. Hveiti, salt, lyftiduft, olía og jógúrt blandað saman við. Þetta er látið hefast í klst. ef tími gefst til, það sleppur alveg að hefa það ekki.
Skerðu brauðið niður og flettu það út með höndunum, getur stjórnað stærð brauðanna sjálf/ur.
Bræðið smjör og setjið hvítlauksrif saman við og smyrjið yfir og kóríanderlauf klippt yfir brauðin.