Ársrit fótboltans komið út: Fótboltaárið 2020

23.12.2020

Út er komið ársrit fótboltans fyrir fótboltaárið 2020

Lesið með að smella hér

 

Blaðið er árleg útgáfa og í ár má finna fjölbreytt og áhugavert efni. Rætt er við þjálfara, leikmenn  og stjórnarmenn um tímabilið sem leið, forvitnast um hvernig var að halda krakkamótin á COVID tímum, Ingó veðurguð segir frá hvernig er að eiga Þjóðhátíðarlag fyrir hátíð sem aldrei varð, Glenn lagði skóna á hilluna, þriðju deildar stjarna komin í þjálfarahóp ÍBV, glæsilegu fótboltasumri KFS gerð skil og ítarleg yfirferð yfir fótboltasumar yngri flokka. Ársritið er rafrænt í ár, rétt eins og í fyrra. Til gamans má geta að lestur á ársritinu í fyrra var geysilega mikill enda býður rafræn útgáfa upp á að ÍBV-arar út um allan heim geta lesið blaðið.

Knattspyrnuráð ÍBV vill óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir stuðninginn á þessu skrýtna ári sem er að líða. Þá vill ráðið sérstaklega þakka bakhjölrum og styrktaraðilum fyrir stuðnginginn á þessu erfiða ári.

Áfram ÍBV!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search