Þriðjudagur 16. apríl 2024

Árný með þeim bestu í heimi

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram þann 22.nóvember síðastliðinn, þar sem veittar voru ýmsar viðurkenningar fyrir árið 2019.

Þar áttu Eyjarnar tvo flotta fulltrúa þau Árný Heiðarsdóttir sem var öldungur ársins í kvennaflokki og Hlynur Andrésson en hann valinn götuhlaupari ársins, langhlaupari ársins og millivegalengdarhlaupari ársins.

Við heyrðum í Árný sem sagði að það hafi komið henni á óvart hvað hlaupið var í raun gott. Hún vissi að það hafi verið Íslandsmet en vissi ekki að hlaupið væri með þeim bestu í heiminum fyrr en henni var sagt það kvöldið sem henni voru veittar viðurkenningar fyrir þennan flotta árangur. Til grundvallar liggur reiknilíkan Howard Grubb og félaga þar sem árangur er miðaður við reiknað heimsmet fyrir hvert aldursár í hverri grein. Árný náði 93,8% fyrir 9,68 sek. í 60 m hlaupi.

Árný hljóp þann 16. febrúar 60 metra hlaup í Laugadalnum á Meistaramóti Íslands. Árný sagði að henni hafi langað að prufa að taka aftur þátt í keppni og kítlaði aðeins að sjá hvað hún gæti í dag en hún er orðin 64 ára gömul. Það eru 13 ár síðan hún fór í gaddaskóna síðast og kom hún sjálfri sér heldur betur á óvart og gaf ekkert ungu dömunum eftir. En hún hafði farið í Fífuna daginn áður til að prufa gaddaskóna til að athuga hvort að allt væri ekki í lagi og það gekk allt upp hjá henni.

Það voru 2 riðlar, 16 keppendur í mismunandi aldri, Árný var elst og hljóp af öllum krafti, þetta gekk allt upp og mikið var þetta gaman, ég var með þeim fyrstu í mark sagði Árný að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search