Arnór Viðarsson Íþróttamaður Vestmannaeyja 2023

Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023 var valinn í kvöld. Arnór Viðarsson handknattleiksmaður varð fyrir valinu enda vel að því kominn.

Arnór, stóð sig frábærlega á árinu, var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði ÍBV. Hann sýndi ótrúlegan þroska í háspennu einvígi í úrslitum Íslandsmótsins. Arnór lék einnig stórt hlutverk með U-21 árs landsliði Íslands á HM en þeir enduðu í 3. sæti mótsins. Arnór er mögnuð fyrirmynd fyrir unga iðkendur og hefur síðustu ár verið að þjálfa yngri flokka ÍBV með frábærum árangri.

Íþróttamaður æskunnar árið 2023

Yngri- Agnes Lilja Styrmisdóttir
Agnes, hefur átt virkilega góðu gengi að fagna á árinu. Hún er einstaklega duglegur leikmaður sem æfir stíft bæði handknattleik og knattspyrnu. Agnes lék landsleiki á þessu ári fyrir U-15 ára landslið kvenna í handbolta gegn Færeyjum. Agnes sýndi þar hvers hún er megnug og skoraði fimm mörk í þessum leikjum. Agnes var einnig á síðasta ári kölluð til æfinga hjá U-16 ára landsliði kvenna í handbolta. Þá hefur Agnes stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.

Eldri- Elísa Elíasdóttir
Elísa, hefur átt magnað tímabil með meistaraflokk kvenna í handknattleik þar sem hún var lykilmaður hjá deildar og bikarmeisturum. Ekki má gleyma að Elísa og stelpurnar fóru einnig alla leið á íslandsmótinu. Elísa stóð sig frábærlega á EM með U-19 ára landsliðinu. Hún kórónaði svo sitt ár með því að vera valin í lokahóp A-landsliðs kvenna til að taka þátt á HM í Noregi. Elísa er algerlega mögnuð fyrirmynd fyrir unga iðkendur og hefur sýnt ótrúlegan þroska innan sem utan vallar þrátt fyrir ungan aldur.

Fimleikafélagið Rán: Rakel Rut Rúnarsdóttir.

Rakel Rut er fædd árið 2010 og verður því 14 ára gömul á árinu. Hún hefur æft fimleika frá því hún var 9 ára gömul og er ótrúlega metnaðarfull og flott stelpa. Það er alveg sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, það er allt gert vel og allt lagt í það.
Hún mætir á allar æfingar ásamt því að vera aðstoðarþjálfari hjá félaginu.
Hún æfir með elsta hóp félagsins sem samanstendur af iðkendum í 8.-10.bekk og hefur hún ásamt þeim verið að standa sig vel og gaman að sjá að það sé ennþá hópur kominn á þennan aldur að æfa og keppa þar sem brottfallið í fimleikum er því miður mest á þessum aldri. Rakel fór einnig á hæfileikamótunar æfingar í desember síðastliðnum.
Vonandi munum við sjá ennþá meira af henni og þeim á komandi árum.
Rakel er metnaðarfull, skipulögð, einstaklega dugleg og drífandi stelpa. Hún er frábær fyrirmynd fyrir aðra iðkendur og þjálfara og því vel að þessum verðlaunum komin.

Golfklúbbur Vestmannaeyja:

Kylfingur ársins: Sigurbergur Sveinsson

Efnilegastur: Andri Erlingssson

ÍBV íþróttafélag:

 • Handbolti: Rúnar Kárason, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
 • Fótbolti: Guðný Geirsdóttir, Elvis Mbwomo

Íþróttafélagið Ægir:

 • Birgir Reimar Rafnsson (eldri)
 • Arnar Bogi Andersen (yngri)

Skotfélag Vestmannaeyja: Ólafur Sigurðsson

Sundfélag ÍBV: Arna Gunnlaugsdóttir

Íþróttafélagið Framherjar Smástund/KFS: Hafsteinn Gísli Valdimarsson. Hafsteinn var fjarverandi.

Heiðursmerki IBV úr silfri hafa verið veitt frá árinu 1970 þeim einstaklingum sem hafa unnið vel og dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna í áratug eða lengur.
Í ár þökkum við eftirtöldum einstaklingum fyrir óeigingjarnt starf og dygga þjónustu fyrir íþróttahreyfinguna og veitum þeim silfurmerki IBV.

Þau eru: Sigríður Inga Kristmannsdóttir, Laufey Grétarsdóttir, Edda Daníelsdóttir, Ólafía Birgisdóttir, Pálmi Harðarsson, Kristleifur Guðmundsson, Jakob Möller, Sigursveinn Þórðarson.

Við veitingu gullmerki IBV skal tekið mið af því að sá sem veita á merkið hafið áður verið veitt silfurmerki IBV og hafi staðið í forustusveit íþróttamála í Vetstmannaeyjum og unnið þeim vel og dyggilega.
Í ár veitum við tveimur aðilum gullmerki IBV.

þau eru: Ingibjörg Jónsdóttir og Arnar Richardsson.

Heiðursskjöldur
Árið 1994 var byrjað að heiðra einstakling sem með starfi sínu og rækt við íþróttir í Vestmannaeyjum þótti skara fram úr. Heiðursskjöldin hlaut Eyjólfur Guðjónsson.

Hann var staddur erlendis og tók Jóhann við skjöldinum fyrir hans hönd.

Gummi hélt flotta ræðu og tilnenfdi sína leikmenn í ÍBV B. Hann tilnefndi Theodór Sigurbjörnsson Íþróttamann ársins 2023 hjá ÍBV B og Grétar Eyþórs var valinn efnilegastur. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search