22.07.2020
Arndís Bára Ingimarsdóttir hefur verið sett til að gegna embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum tímabundið.
Arndís Bára lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2014 og hefur starfað á ákærusviði embættisins frá ársbyrjun 2016.
Hún tekur við starfinu af Páleyju Borgþórsdóttir sem var nýlega skipuð í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Hún tók við starfinu þann 13. júlí síðastliðinn en hún hafði gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá árinu 2015.
