Fimmtudagur 22. febrúar 2024

Árlegir tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja næstu helgi

Árlegir tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fara fram í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut næstkomandi laugardag 6.nóvember kl.16:00 og eru þeir hluti af metnaðarfullri dagskrá Safnahelgar

Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangseyrir 2500 kr. Félagar í styrktarfélagi Lúðrasveitarinnar fá að venju frítt inn.

Lúðrasveitin var stofnuð 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur starfað óslitið síðan, sem gerir hana að einni elstu Lúðrasveit landsins. Styrktarfélagakerfið var sett á laggirnar fljótlega eftir stofnun og er einstakt kerfi. Fjöldi fólks hefur styrkt sveitina með árgjaldi og stendur það undir stórum hluta af rekstri sveitarinnar. Sem þakklætisvott heldur Lúðrasveitin árlega tónleika, sem opnir eru öllum en styrktarfélagar greiða ekki aðgangseyri.

Það er ekki sjálfgefið að starfræktar séu Lúðrasveitir í bæjarfélögum af okkar stærðargráðu. Án styrktarfélaga, velvilja bæjarbúa, fyrirtækja og bæjaryfirvalda er slíkur rekstur ekki mögulegur. Við erum afskaplega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið í gegn um árin og fáum enn. Sá stuðningur gerir okkur kleift að viðhalda þeim menningararfi sem í lúðrasveitarstarfinu liggur og stofnað var til að Oddgeiri og félögum.
Tónleikarnir í ár verða óvenju efnismiklir, enda féllu tónleikar niður á síðasta ári og spilarar orðnir óþreyjufullir að fá að spila aftur og þótti erfitt að skera niður. Efnisvalið er fjölbreytt og inniheldur ýmsar tegundir tónlistar. Oddgeirslögin verða að sjálfsögðu á sínum stað, það má finna mars eftir Sousa, lög frá Kanda, Írlandi og svo alls kyns syrpur laga í úr ýmsum stílum tónlistar.

Félagar í Lúðrasveit Vestmannaeyja hlakka til að eiga stund með sem flestum í stóra sal Hvítasunnukirkjunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search