Miðvikudagur 6. desember 2023

Ár frá stofnun ADHD félagsins í Eyjum

12.10.2020

Tígull heyrði í Ásu Ingibergs sem er ein af stofnendum félagsins ADHD Eyjar.

Nú er ca. ár frá stofnun félagsins, hvernig hefur gengið?

Það hefur gengið nokkuð vel, við náðum að halda nokkra fundi í vetur áður en Covid ástandið tók yfir. Fundirnir voru allir mjög fróðlegir og með flottum fyrirlesurum. Fyrirlestrarnir sem voru haldnir voru:

Kynningarfundur 15 okt

Adhd og jólin 28 nóv

Adhd og atvinnumarkaðurinn 16 jan

Adhd og einelti 20 febrúar

Síðan vorum við með fyrirlesturinn Adhd og lyf núna 17 september.

Hvað eru margir félagar í ADHD Eyjar?

ADHD eyjar er sér deild undir ADHD samtökunum á landsvísu, í Vestmannaeyjum eru 61 fjölskylda skráð í félagið, en það er umtalsverð fjölgun m.v. það hversu margir úr eyjum voru skráðir síðasta haust fyrir stofnun deildarinnar í Eyjum. Við leituðum til fyrirtækja fyrir ári með styrki sem renna beint til okkar deildar og stendur straum af kostnaði að fá hingað fyrirlesara, ferðakostnað og þess háttar. Við fengum mjög góð viðbrögð frá atvinnurekendum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Í sumarlok vorum við svo lánsamar að tvær yndislegar konur fóru að sauma grímur til styrktar félaginu og erum við þeim endlaust þakklátar fyrir. Styrkurinn frá þeim var virkilega rausnarlegur og hvetjum við fólk áfram til þess að kaupa grímurnar en þær fást í Eymundsson.

Eru fundirnir vel sóttir?

Við byrjuðum rólega en þátttaka hefur farið vaxandi með hverjum fundi sem hefur verið. Við myndum samt vilja sjá fleiri bæði fullorðna og foreldra ADHD barna og ekki síður fólk sem vinnur með börnum  (t.d. kennarar, þjálfarar og annað starfsfólk í skólum og leikskólum), Við höfum reynt að ná til þessa hóps með öðrum hætti eins og t.d. með því að dreifa bæklingum og fræðsluefni á vinnustaði, skólaumhverfið og íþrótthreyfinguna. Það hafa allir tekið vel í þessa fræðslu frá okkur enda eru flestir að reyna að gera sitt besta.

Miðað við hvernig ástandið er, reiknið þið með að halda spjallfundunum áfram með fjarfundum eða hafa fundir fallið niður?

Við héldum einn fund núna í september ADHD og lyf, hann var mjög vel sóttur og góðar og áhugaverðar vangaveltur og spurningar komu þar fram. Við vorum komin með nokkra fundi á dagskrá hjá okkur fyrir næstu mánuði, en þeir eru:

Október – Réttast væri að flengja ræfilinn – um samskipti foreldra og  barna með ADHD

Nóvember – ADHD og jólin

Janúar – Sigurvegarar með ADHD

Við þurfum nú bara að taka stöðuna miðað við ástandið í þjóðfélaginu og meta hvort við getum haldið þessari dagskrá eða hvort við þurfum að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum.

Frá því að Covid ástandið byrjaði er félagið svo búið að vera með spjallfundi á netinu á facebook síðu ADHD félagsins þar sem hægt er að sjá marga fróðlega fyrirlestra.

Hvað er framundan hjá félaginu?

Október er alþjóðlegur vitundar-mánuður fólks með ADHD og munum við gera okkar besta áfram í því að koma ennþá meira efni á framfæri.  Við hjá ADHD eyjar erum líka komnar með sýniseintök af bókum sem félagið er með til sölu og fólki er velkomið að heyra í okkur og fá að skoða bækurnar og sjá hvað gæti hentað þeim sjálfum eða þeirra barni.

Undanfarin mörg ár hafa ADHD samtökin staðið fyrir opinberri fjársöfnun í formi sölu á endurskinsmerkjum, hönnuðum af Hugleiki Dagssyni. Sala endurskinsmerkjanna hefur farið fram í október, alþjóðlegum vitundarmánuði fólks með ADHD og er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum samtakanna.

Í Vestmannaeyjum munu sölubörn ganga í hús þessa vikuna og kostar endurskinsmerkið 1.000 krónur. Sölubörn og foreldrar þeirra munu passa vel upp á sóttvarnir í tengslum við söluna.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is