Apple þarf að greiða 25 milljónir evra fyrir að brjóta á viðskiptavinum sínum. Tæknirisinn hefur lítið tjáð sig um málið að öðru leyti en því að „búið sé að leysa vandamálið“.
Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, eða tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa hægt á eldri iPhone farsímum án þess að upplýsa viðskiptavini síni um það.
Þetta er í annað sinn sem fyrirtækið gerist uppvíst af brotum sem þessum, en árið 2017 viðurkenndi það að hafa hægt á stýrikerfum iPhone símtækja en að það hafi verið í þeim tilgangi að „framlengja líftíma þeirra“.
Í yfirlýsingu frá Apple segir að búið sé að leysa vandamálið, en ekki er tekið fram með hvaða hætti, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Það var eftirlitsstofnun neytendamála í Frakklandi (DGCCRF) sem rannsakaði málið og sektaði Apple.

Frétt tekin frá Fréttablaðinu