07.08.2020
Það er nauðsynlegt að hafa grímu þegar farið er í apótekið í Vestmannaeyjum
Húsnæði apóteks Vestmannaeyja er lítið og erfitt er að fylgja eftir 2 metra reglunni. Tígull heyrði í Sigurbjörgu S. Guðmundsdóttur og tók stöðuna hjá þeim.
Sigurbjörg segir að fólk sé mikið að gleyma sér og því sé nauðsynlegt að vera með grímu á sér þegar komið er í apótekið, hingað er að koma viðkvæmt fólk og jú oft fólk með flensueinkenni. Við vonum að við þurfum ekki að grípa aftur til þess að vera með lúgu opna eins og síðast.
En það er alvarleg staða sem myndast ef við lendum í því ef að starfsmaður hjá okkur smitast því þá er sennilega sú skipun að loka þurfi apótekinu en það var skipun sem var síðast þegar þetta gekk yfir segir Sigurbjörg að lokum.
Gott fólk fylgið reglum, takið þessu alvarlega, þú gætir verið smitaður án þess að vita það.
Apótekið býður þeim sem eru í sóttkví að fá heimsent, hægt er að hafa samband í síma 481-3900.