Miðvikudagur 27. september 2023
Andri Ólafs skrifar undir

Andri Ólafsson þjálfar meistaraflokk kvenna næsta sumar

Andri Ólafsson skrifaði undir samning við ÍBV síðastliðinn mánudag. Hann tekur við liðinu af Jóni Óla Daníelssyni. Samningur Andra til þriggja ára.

ÍBV hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar, fimm stigum frá fallsæti.

Andri Ólafsson er 34 ára gamall og lék hann með ÍBV langstærstan hluta leikmannaferils síns. Hann á einnig leiki fyrir Grindavík, KR og KFS. Frá því í júlí var Andri aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Andri býr með Thelmu Sigurðardóttur og eiga þau tvo drengi, Ólaf og Sigurð.

Tígull henti nokkrum léttum spurningum á Andra:
Nú ert þú nýtekinn við sem þjálfari meistaraflokki kvk reiknaru með að gera mikla breytingareða ætlaru að vera með nýjar áherslur? já auðvitað, fylgja ekki alltaf einhverjar nýjungar nýju fólki.
Verða einhverjar breytingará leikmannahóp? Já það verða einhverjar breytingar á hópnum

Hvernig verður þjálfarateymið næsta sumar? Það er bara verið að vinna í því. Ég fæ einhvern þrælgóðan mann með mér.

Hver er þín besta afslöppun? Sumarbústaðurinn okkar með fjölskyldunni.

Þitt Uppáhalds…

Tónlist? Þjóðhátíðarlög

Matur? Lambalærissneiðar í raspi

Þættir? Hæ Gosi

Ferðalag sem þú hefur farið í? Balí síðasta haust

Eitthvað að lokum? Við lofum stemningu á vellinum næsta sumar og hlökkum til að sjá ykkur fleiri mæta og styðja stelpurnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is