Miðvikudagur 6. desember 2023

Ánægjulegt að verið sé að færa tvö ný og skilgreind verkefni til embættisins

Tigull leitaði eftir viðbrögðum frá Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra vegna frétta af sýslumannsembættinu Vestmannaeyjum.

„Við tökum þessu fagnandi og ánægjulegt að dómsmálaráðherra hafi tekið tillit til okkar sjónarmiða í þessu máli. Við höfum talað af festu fyrir þessum málsstað við þá tvo ráðherra sem gegnt hafa embætti dómsmálaráðherra eftir að sá þriðji tók þá ákvörðun að kalla sýslumanninn burt frá Eyjum í byrjun ársins. Nú hefur þetta borið árangur og því ber að fagna. Það er ekki síst ánægjulegt að verið er að færa tvö ný og skilgreind verkefni til embættisins í Eyjum til viðbótar við þau sem þar eru fyrir, en við lögðum þunga áherslu á það við ráðherrann til að festa starfsemina hér í sessi“.

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag upplýsti Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um ákvörðun dómsmálaráðherra um að auglýsa embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og fjölga verkefnum á stofnuninni.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með ákvörðun dómsmálaráðherra að auglýsa embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og fjölga verkefnum á stofnuninni sem styrkir starfsemi embættisins. Jafnframt fagnar bæjarráð því að dómþing verði áfram starfandi í Vestmannaeyjum.

Í bókun frá meirihluta bæjarráðs segir að mikil vinna hafi verið lögð í að styrkja og efla Sýslumanninn í Vestmannaeyjum. Meirihluti fagnar ákvörðun dómsmálaráðherra. Mikilvægt er að sýslumaður sé til staðar í Vestmannaeyjum og ný sérverkefni fylgi honum sem mun styrkja embættið í Eyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is