Among us og Tik Tok vinsælast

Við heyrðum af hæfileikaríkri kökuskreytingardömu og fengum aðeins að forvitnast hvernig hún fer að.

Nafn: Björk Sigurgeirsdóttir, dóttir Bergþóru Þórhalls og Sigurgeirs Sævalds.

Fjölskylda: Í sambúð með Magnúsi Heiðdal og eigum von á litlu kríli í lok júlí. 

Hvenær byrjaði ástríðan þín fyrir kökubakstri? Ég var oftar en ekki límd við mömmu í eldhúsinu þegar hún var að baka fyrir hin ýmsu tilefni. Ég var dugleg að baka þegar ég hafði aldur til en það þróaðist fljótt út í sykurmassaskreytingar þegar ég sá mynd af Angry Birds köku í Gestgjafanum og langaði að baka þannig köku fyrir afmælið mitt. Ég hef ekki hætt síðan og vinir og fjölskylda njóta góðs af. 

 

Ertu búin að læra eitthvað tengt bakstri og kökuskreytingum? Nei en mig dreymir um að fara til Englands á sykurmassanámskeið hjá einni sykurmassadrottningu sem ég er að fylgja á Instagram. Mér finnst orðið skemmtilegra að skreyta kökurnar heldur en að baka þær. 

Hvað finnst þér skemmtilegast að baka? 

Það er ekkert eitt skemmtilegra en annað. Mér finnst skemmtilegt að fá ný og krefjandi verkefni og er 6 hæða Minions kaka ein uppáhalds kakan sem ég hef gert. Ef ég fæ eins pöntun á stuttum tíma þá reyni ég að útfæra kökurnar á mismunandi hátt.  

Hvaða skreytingar eru vinsælastar fyrir börnin? 

Það er rosalega misjafnt en í dag er Among us og Tik Tok þema mjög vinsælt. Fótboltatreyjur, einhyrningar, ofurhetjur, hvolpasveitin og Fortnite hafa líka vera mjög vinsælar uppá síðkastið. 

Áhugasamir geta fylgst með Björk á Instagram

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search