Ályktun frá Náttúrustofu Suðurlands

21.03.2020

Í frettum undanfarið hefur verið sagt frá sjófuglum  hér í Vestmannaeyjum í fjörum við Dyrhólaey og Þorlákshöfn sem hafa verið mjög illa útleiknir af grút og olíu. Fjölda fugla hefur verið komið til starfsfólks Sea Life hér í Eyjum sem hafa  hreinsað fuglanna og komið til bjargar. Talsvert hefur verið um grútarblauta fugla hér í höfninni og einnig hafa fundist olíublautir fuglar víðar á Heimaey.

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands vill hvetja alla sem fara með efni sem geta valdið sjófuglum og eða umhverfi slíkri mengun  að fara að öllu með gát, og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að olía eða annað sem er lífríkinu hættulegt berist ekki í sjó. Nú fer sá tími í hönd að sjófuglar fari að huga að uppsátri til varps því þurfa allir að vera vakandi yfir því að slík mengun sem hefur orðið mörgum fuglinum að aldurtila komist ekki í tæri við sjófugla hvorki innan hafnar né utan. Stöndum saman að vöktun og velferð sjófugla hér í Eyjum og við suðurströndina.

 Stjórn Náttúrustofu  Suðurlands 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is