Alvöru kúreki með kántrí tónleika í Alþýðuhúsinu

Kúrekinn og kántrísöngvarinn Sterling Drake heldur tónleika í Alþýðuhúsinu næstkomandi föstudag, 15. mars, kl. 21.00. Þar mun hann flytja ekta kántrý tónlist bæði eftir sjálfan sig sem og nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Ég sem mikið af tónlist sjálfur en hef líka gaman af því að flytja tónlist eftir aðra frábæra höfunda. Kjarni þjóðlaga-og rótartónlistar er að tónlistinni eigi að deila og aðlaga. Sum bestu lög allra tíma hafa þannig verið átt við og aðlöguð af flytjendum hvað eftir annað yfir árin,“  sagði Sterling þegar við heyrðum í honum í vikunni.

Sterling hefur verið að semja tónlist síðan hann var ungur drengur. „Ég var svo lukkulegur að eiga foreldra sem, meðal annars, settu skapandi hugsun og mikilvægi listrænnar tjáningar í forgang. Ég byrjaði að tromma sex ára gamall og tók upp gítar í upphafi unglingsáranna. Ég hlaut aldrei neina kennslu, ég notaði strax gítarinn sem leið til að sanka að mér lögum og semja.“

Með Gauki á flakki um Klettafjöllin

Sterling segist hafa spilað og tekið upp með hinum ýmsu böndum í gegnum tíðina. „Nýlega gaf ég svo sjálfur út seríu af smáskífum og naut þá aðstoðar Gauks sem framleiðanda. Mín fyrsta hljómplata er svo á leiðinni, vonandi áður enn árið er á enda.“ Sá Gaukur sem Sterling þarna nefnir er munnhörpu- og fetilgítarleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson sem hefur verið einn mest áberandi session-spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann í lögum með Kaleo, Bríeti, Eyþóri Inga, LayLow, Ellen Kristjáns, Mugison og Baggalúti. „Við kynntumst í Nashville, Tennessee, haustið 2022. Ég hafði verið að leita af góðum munnhörpuleikara sem skildi nálgun vestursins á kántrí. Ég áttaði mig fljótt á því að hann var ekki bara fær á munnhörpuna heldur fjöldan allan af hljóðfærum. Ég bað hann því að spila með okkur á túrnum og við höfum unnið náið saman í tónlistinni síðan. Þegar hann er ekki að túra með Kaleo eða í hljóðveri í Nashville þá er hann að flakka með mér um Klettafjöllin, Texas eða Appalachia!,“ sagði Sterling. En Gaukur mun einmitt leika með Sterling í Alþýðuhúsinu á föstudaginn, „ …og hver veit nema við fáum einhverja fleiri vini til að stíga á stokk með okkur,“ bætti Sterling við.

Aðspurður um helstu áhrifavalda sína í tónlistinni sagðist Sterling elska öll form rótartónlistar. „Ég elska tónlist sem segir sögu og sýnir tilfinningu fyrir stað, samhengi og menningu. Tónlist Appalachia, vesturs Bandaríkjanna og djúpa suðursins hefur haft mikil áhrif á mig. Ég á mér fjölmarga uppáhalds tónlistarmenn, sem dæmi; Willie Nelson, Ralph Staley, Jimmie Rodgers og Leadbelly svo einhverjir séu nefndir.“

Mikil líkindi með Montana og Íslandi

Sterling segist hlakka mikið til að koma til Íslands og Vestmannaeyja. „Ég hef aldrei komið til Íslands en hef verið heillaður af landinu í þónokkurn tíma þar sem það minnir mig að mörgu leyti á Montana og norðanverð Klettafjöllin. Ég hlakka mikið til að kanna nánar þessi líkindi við heimahagana,“ sagði Sterling. „Undanfarið hef ég vísvitandi verið að kanna mörk heimsins sem ég er hluti af, bæði tónlistarlega og efnislega. Ísland var ofarlega á listanum en ég mun einnig koma fram í Bretlandi og Írlandi síðar í mánuðinum.“

Alvöru kúreki

Þeir hafa nú ekki margir amerísku kánrtítónlistarmennirnir sótt okkur heim hér til Eyja og hvað þá alvöru kúrekar. En á milli gigga starfar Sterling einmitt sem slíkur. Í víðara samhengi er kúreki hugtak sem notað er um alla Norður-, Mið- og Suður-Ameríku til að lýsa einstaklingi sem notar hesta til að stjórna stórum búfjárhjörðum. Með því starfi fylgir eigin menning, oft rómantísk í kvikmyndum og fjölmiðlum. „Í dag er það að vera „kúreki“ eitthvað sem einhver leitast við að vera. Frá menningarlegum skilningi þýðir það meira en bara atvinna heldur að gera það af heilindum og kunnáttu á sama tíma og vera góður ráðsmaður lands,“ sagði Sterling um starfið. „Ég kynntist kúrekastarfinu og landbúnaði í gegnum afa minn og eftir menntaskóla ákvað ég að gerast kúreki. Það var svo sem ekki alltaf í kortunum. Ég hlaut ansi fjölbreytta reynslu yfir æskuárin verandi frá austurströndinni,“ en Sterling ólst upp í Big Cypress í suður-Flórída. Spurður hvort hann myndi velja kúrekann eða kántríið ef hann þyrfti að velja sagði Sterling það ekki vera spurning. „Tónlist er linsan sem ég fylgist með heiminum í gegnum svo það væri erfitt að skilja mig frá henni. Ég mun halda áfram að nota tónlist til að deila sjónarhorni mínu á lífið.“

Að lokum vildi Sterling minnast á þriggjalaga „live“ þriggja´laga smáskífu sem hann nýverið gaf út „Jereco Sessions“ í samstarfi við góðgerðarsamtökin Western Landowners Alliance. En þau leggja áherslu á að halda vinnujörðum heilum og heilbrigðum fyrir fólk og umhverfi. „Ágóði þeirrar smáskífu rennur til þeirra svo endilega skoðið það og það sem samtökin eru að gera og takið þátt!.“ Hægt er að sjá og hlýða á það hér: https://westernlandowners.org/join-us/sterling-drake-jereco-sessions/

Ásamt tónleikunum í Alþýðuhúsinu heldur hann einnig eina tónleika á Ölver í Reyjavík á fimmtudaginn. Miða á báða tónleikana má nálgast á Tix.is

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search