Föstudagur 30. september 2022

Alþjóðleg sönglagakeppni velvildar

Hvað eiga John Lennon, alþjóðlegu góðgerðasamtökin tuff.earth ásamt KIND20 herferðinni þeirra, breska borgin Liverpool auk Tuff á Íslandi sameiginlegt? Jú svarið er alþjóðleg tónlistarsamkeppni velvildar!

Íslensk dómnefnd velur topp 10 lögin á Íslandi sem taka þátt í úrslitakvöldi í ágúst en vinningshafinn á Íslandi vinnur svo flug til Liverpool í Bretlandi til að taka þátt í alþjóðlegu úrslitakvöldi sem fer fram á hinum heimsfræga Cavern Club. Til að taka þátt þarf að senda inn lag á slóðinni: WWW.TUFFM.COM

Allir eru gjaldgengir í keppnina, allt frá götulistamönnum til Bítla en Liverpool hleypir af stokkum þessari alþjóðlegu samkeppni um lög er fjalla um velvild og umhyggju í tilefni af áttræðisafmæli John Lennons.

Linda Baldvinsdóttir, sendiherra Íslands hjá Kind20 hvetur alla til að taka þátt í þessu framtaki til að stuðla að góðvild meðal fólks í kjölfar Covid faraldurs. Liverpool, tónlistarborg UNESCO, býr sig undir að fagna 60 ára afmæli fyrstu tónleika Bítlanna í The Cavern Club sem fór fram þann 9. febrúar 1961.

Samtökin tuff.earth, lykilfólk og meðlimir borgarstjórnar Liverpool, The Cavern Club, Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA) ásamt Strawberry Field, sem rekinn er af Hjálpræðishernum, vinna saman að The Liverpool International Song for Kindness’ keppni, til minningar um John Lennon og skilaboð hans „be as one“. Keppnin býður upprennandi og rótgrónum lagahöfundum á Íslandi að senda frumleg lög velvildar og bjartsýni í gegnum vefsíðuna tuffm.com

Umsóknarferlið er aðeins opið í nokkrar vikur og lýkur á 50 ára afmælis John Lennon lagsins ‘Imagine’ þann 31. júlí. Þrjú efstu lögin og sigurvegari alþjóðlegu keppninnar verða svo tilkynntir af borgarstjóra Liverpool þann 9. október næstkomandi. Sigurvegari keppninnar fær flugfar til Liverpool til þess að spila á The Cavern Club og mun fullvinna lag sitt með fagmönnum, hljóðblandað af TUFF Music í hinu fræga stúdíói Motor Museum sem hefur framleitt tónlist fyrir menn eins og Oasis og The Arctic Monkeys.

TUFF Ísland
www.tuffisland.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is