Vestmannaeyjar Jón Magnússon

Almenn ánægja með þjónustu Vestmannaeyjabæjar

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins. Fram kemur að 12 þjónustuþættir af 13 eru yfir meðaltali í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög á landinu. Almennt er ánægja með þjónustu sveitarfélaga að minnka samkvæmt könnuninni.

Vestmannaeyjabær er í 1. sæti í þjónustu við barnafjölskyldur fjórða árið í röð. Sveitarfélagið hækkar sig í þremur þáttum á milli ára, m.a. þegar spurt er um þjónustu leikskóla og þjónustu við eldri borgara. Vestmanneyjabær er í 2. sæti þegar spurt er um þjónustu sveitarfélagsins þegar á heildina er litið.

Þetta er mjög jákvætt og gott veganesti í þeirri vinnu að bæta enn frekar þjónustu við bæjarbúa.

Af könnuninni má ráða að samgöngur hafa mikil áhrif á hug íbúa til Vestmannaeyja sem staðar til að búa á, þrátt fyrir að ánægja með þjónustu sveitarfélagsins sé sú sama og fyrir ári. Það kemur ekki á óvart eftir þennan vetur.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, kynnti þessar niðurstöður á almennum íbúafundi sem haldinn var í gær. Jafnframt var á þeim fundi farið yfir hringrásarlögin og breytingarnar sem innleiðing þeirra hefur í för með sér. Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis-og framkvæmdasviðs voru með erindi. Upplýsandi umræður voru að erindum loknum.

Hægt er að sjá niðurstöður þjónustukönnunar Gallup hér að neðan.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search