27.07.2020
Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnarnefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi Verslunarmannahelgi.
Ljóst er að helgin verður frábrugðin því sem menn eiga að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst. Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir.
Þá verður fólk hvatt til þess að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum og hvatt til þess að fólk sæki „Rakning – C19“ smitrakningarappið í síma sína.