Kæru Vestmannaeyingar og gestir.
Við viljum góðfúslega minna ykkur á að það er stranglega bannað fyrir aðra en starfsmenn Sea Life Trust að leggja bátum við flotbryggjurnar í Klettsvík og sömuleiðis er stranglega bannað að fara upp á mannvirkin í Klettsvík. Upp hafa komið síendurtekin atvik þar sem fólk hefur verið að labba um bryggjurnar og verið með sóðaskap. Við erum með öflugt myndavélakerfi sem starfsfólk okkar fylgist með allan sólarhringinn. Okkur þykir miður að sjá hversu margir sýna náttúrunni ekki næga virðingu t.d. með því að skjóta sígarettustubbum út í sjó.
Starfsmenn Sea Life Trust munu halda áfram að fylgjast með mannvirkjunum í Klettsvík og leita til yfirvalda ef atvik sem þessi endurtaka sig.
Laugardagur 30. september 2023