Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Alltaf mikil aðsókn í ferðir til Eyja

Kári Jónasson fyrrum fréttastjóri RÚV og ritsjóri Fréttablaðsins hefur stundað það nú í nokkur ár að fara að með hópa eldri borgara úr Reykjavík á vegum FEB ferða til Eyja. „Venjulega hefur verið svo mikil aðsókn að við höfum farið tvær ferðir, þannig var það lika núna. Við vorum með pláss fyrir  47 manns en svo voru einir 10 – 15 á biðlista, svo kannski förum við aðra ferð síðar, en það er hinsvegar ekki ákveðið,“ sagði Kári í samtali við Tígul.
„Þetta er dagsferð og með mér sem leiðsögumaður er enginn önnur en hún Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið sem er til sýnis í Eldheimum. Hún gengur með fólkinu í kring um húsið og sýnir því eitt og annað. Þarna eru ýmsir hlutir enn á sama stað  og þeir voru þegar hún yfirgaf húsið gosnóttina á sínum tíma. Þetta vekur alltaf  mikla athygli. Annars förum við  svona hringferð um Heimaey.
Við byrjum á því að fara út á Eiði og skoða móbergið vestast í Heimakletti, vestan við Löngu. Kynjamyndirnar þar vekja alltaf mikla athygli, og ég held að sumir leiðsögumenn sem fara til Eyja rati ekki á þennan stað. Eftir hádegismat á Tanganum förum við svo inn í Herjólfsdal, út á Stórhöfða, upp á hraunið og ég segi þeim söguna af rúgbrauðinu og Spánarkonungi sem vekur alltaf hlátur.
Næst er það Skansinn og svo Eldheimar. Ég reyni líka að fara í kirkjuna, þetta elsta hús Eyjanna. Svo enda ég á að ganga niður að höfn um borð í Herjólf og segi fóki frá ýmsu á leiðinni. Núna og í fyrra stoppuðum við auðvitað hjá Ása í Bæ og hlustuðum á hann,“ sagði Kári. Aðspurður um sjóferðina sagði Kári hana hafa gengið vel til þessa og allir lausir við sjóveiki.
„Það er svolítill munur að fara með innlenda eða erlenda ferðamenn til Eyja, aðrar áherslur. Útlendingarnir þurfa að fá upphafið af Heimaeyjargosinu og Surtsey í bland. Það þarf að fara vel yfir gosnóttina og örlög fólks og húsa. Ég er í þeirri stöðu að hafa komið út í Eyjar um þremur tímum eftir gosbyrjun á sínum tíma, og verið þar í fyrstu atlögu í meira en viku, og svo af og til allan gostímann. Fékk meira að segja þann heiður að taka viðtalið við Þorbjörn Sigurgeirsson, eðlisfræðing, þegar hann lýsti yfir goslokum.“
Kári sagði eitt og annað fleira að sjálfsögðu koma upp í spjallinu. „Ginklofinn, Tyrkjaránið eru auðvitað á dagskrá, síðasti koníakssopinn hjá Magnúsi bæjarstjóra, svo auðvitað sjávarútvegurinn í dag auk margs margs annars.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is