Allt um Einelti og mál sem tengjast því – mynd sem vert er að horfa á

26.10.2020

Viðar Freyr Guðmundsson bjó til mynd um einelti “ Allt um Einelti“  og mál sem tengjast því sem kom út árið 2012

Einelti í skólum hefur aukist frá þessum tíma segir Viðar á facebooksíðu sinni í dag.  2010 voru það 5%, en 2018 er það komið í 6,3%.
Þó það sé sennilega vegna þess að nú er meiri meðvitund um þetta og börn eru frekar tilbúin að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að þau verði fyrir einelti.
Einnig segir hann að eineltisáætlanir séu ekki enn í öllum skólum landsins, þrátt fyrir að lög (reglugerðir) kveði á um slíkt. Og áætlanir eru ekkert samræmdar. Það er hver í sínu horni að gera sitt eigið prógramm og veit lítið hvað hinir eru að gera, jafnvel innan sama sveitarfélagsins.
Margir skólar eru þó í Olweusar prógramminu, og er það gott.
Aðeins um 2/3 hluta skóla framkvæma kannanir á einelti reglulega. Það er eiginlega fyrsta vers í að tækla einhvern vanda, að gera sér grein fyrir umfangi og eðli. Þetta sýnir að það er ekki alltaf gerð nokkur tilraun til þess.
Viðar er virkilega ósáttur með nýjustu viðbótina:  Svo er það ein nýlunda síðan ég var að vasast í þessu, sem mér lýst afar illa á: Það er að börn/þolendur og foreldrar séu látin skrifa undir að eineltismáli sé lokið. Þetta er algjörlega sturluð pæling: að láta barn skrifa undir nokkuð. Hvað þá að máli sé lokið. Þannig að hægt sé að veifa því framan í það síðar. Er verið að pressa á börn að skrifa undir svona plagg til að skólinn geti fríað sig ábyrgð? Fyrirgefið, en þetta lyktar svolítið af því. Og eru sennilega skilaboðin sem barnið fær með þessu.
Læt fylgja hérna skjáskot af svona eyðiblaði frá Reykjavíkurborg.

 

Tígull kannaði hvernig þetta er hjá Grunnskóla Vestmannaeyja og fann þetta skjal: Handbók um viðbrögð við samskiptavanda

Hér fyrir neðan er myndin í fullri lengd. Virkilega áhugaverð mynd sem vert er að horfa á.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search