Allt að 500 þúsund króna sekt vegna brota á reglum um grímuskyldu

19.08.2020

Nú er sektað vegna grímu­skyldu hér á landi og nema sektirnar á bilinu 10 til 500 þúsund króna. Ríkissaksóknari hefur gefið út uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný og uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

Í þessum fyrirmælum, sem leysa af hólmi fyrirmæli ríkissaksóknara sem tóku gildi 27. mars síðastliðinn bætast við sektarheimildir vegna brota sem tengjast 2ja metra reglunni og reglum um grímunotkun.

Brot á regl­um um notk­un and­lits­grímu fyrir for­svarsmenn/​skipu­leggj­endur þeirr­ar starf­semi eða sam­komu sem um ræðir get­ur varðað 100 til 500 þúsund króna sekt. Sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu getur varðað 10 til 100 þúsund króna sekt. Sektin ákvarðist eftir alvarleika brots. Grímu­skyld­an á til dæm­is við í al­menn­ings­sam­göng­um, á hár­greiðslu­stof­um og starf­semi sem krefst ná­lægðar.

Brot gegn skyldu til að hægt sé að tryggja 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili er sú sama og gildir um brot á reglum um notkun andlitsgrímu og ákvarðist sektin eftir alvarleika brots. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots.

Ef brotið er á reglum um fjöldatakmörkun á samkomum er sekt einstaklings sem sækir samkomuna 50 þúsund krónur. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu varðar 250 til 500 þúsund krónur. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda.

Í nýju fyrirmælunum segir að ríkissaksóknari leggi áherslu á að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots enda sé ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg.

Frétt frá frettabladid.is

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search