Það er gaman að fylgjast með uppbyggingu hjá Icelandic Land Farmed Salmon, þau eru dugleg að upplýsa um stöðuna á facebooksíðu félagsins:
Þessa dagana erum við að steypa upp Biofiltera (lífsíur) fyrir RAS2 og RAS3.
RAS (Recirculating Aquaculture System) kerfið í seiðastöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar og nýtist til landgræðslu og endurheimtar á gróðurþekju, til dæmis í Vestmannaeyjum.
En fiskar lifa í beinni og stöðugri snertingu við umhverfi sitt, vatnið. Þar sem allt sem fer í fiskinn (fóður) fer líka úr fiskinum (þvag og saur), það þarf því að hreinsa umhverfið og meðhöndla til að halda fiskinum heilbrigðum og ánægðum.
Þetta er mjög mikilvægt ferli í RAS kerfum þar sem við viljum halda magni vatns sem skipt er út eins litlu og mögulegt er.