26.05.2020
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja
Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann fyrir árið 2020. Alls bárust 8 umsóknir og tillögur, þ.a tvær um sama bæjarlistamanninn. Alls stendur valið því um 7 umsóknir um bæjarlistamenn.
Á Bæjarráðsfundir lýsti bæjarráð yfir ánægju með þær umsóknir og tilnefningar sem bárust á þessu ári. Ljóst er heilmikil gróska er í menningu og listum í Vestmannaeyjum. Bæjarráð tók ákvörðun um bæjarlistamann úr þessum hópi frábærra listamanna.
Tilkynnt verður um valið þann 1.júní kl. 16:00 í Eldheimum.
Forsíðumynd Bjarni.