Helgi R. Torzhamar

Alls bárust 24 umsóknir fyrir „Viltu hafa áhrif?“ verkefnið

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði frá því á bæjarstjórnarfundi síðasta fimmtudag, að alls komu inn 24 umsóknir að verkefninu “ Viltu hafa áhrif?“ Að auki bárust margar góðar ábendingar sem bæði er verið að vinna með og eru nú þegar komnar inn í fjárhagsáætlun.

Íris sagði einnig frá því að 11,2 milljónir væru áætlaðar í verkefnið á næsta ári en er það svipuð upphæð og fór í þennan lið í ár, en það voru 10,9 milljónir.  Tilkynnt verður hvaða verkefni hljóta styrk við síðari umræðu fjárhagsáætlunar, en sú umræða verður tekin á næsta fundi bæjarstjórnar þann 5. desember nk.

Markmiðið með verkefninu „Viltu hafa áhrif?“ er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs.

Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Þau verkefni sem m.a. hafa hlotið styrki undanfarin ár eru fjöldi sýninga, menningartengd bókaútgáfa, kaup á köldum potti sem staðsettur verður á sundlaugarsvæðinu en það var einn stærsti liður verkefnins í ár,(þetta er ekki potturinn sem er nú þegar á svæðinu heldur veglegur stór pottur sem þið getið látið ykkur hlakka til að liggja í ) leiktæki á opnum svæðum og göngustígar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search