05.10.2020
Alls eru 40 einstaklingar í einangrun vegna kórónuveirunnar á Suðurlandi og 681 er í sóttkví. Það þýðir að fjórir hafa bæst í hóp smitaðra frá því í gær. Aftur á móti hefur fjölgað minna í sóttkví því samkvæmt covid.is voru 679 í sóttkví á Suðurlandi í gærmorgun.
Sex smit eru í Bláskógabyggð og á Höfn í Hornafirði. Fimm eru smitaðir á Selfossi og eins í Vestmannaeyjum. Í dreifbýlinu við Hvolsvöll eru fjórir smitaðir en aðeins einn í þéttbýlinu. Á Hellu er eitt smit að því er segir í upplýsingum á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Langflestir þeirra sem eru í sóttkví eru búsettir á Selfossi og nágrenni en það tengist smiti í Sunnulækjarskóla.
Greint er frá þessu á mbl.is