Alls 32 styrkumsóknir í Viltu hafa áhrif

Fyrr á árinu auglýsti Vestmannaeyjabær eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2022?

Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar meðal annars nefna styrki til fjölda sýninga, búnað og aðstöðu fyrir starfsemi sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, til kaupa á leiktækjum á opnum svæðum og göngustíga.

Bæjarráð hittist á vinnufundi þann 15. nóvember síðastliðinn og tók ákvörðun um hvaða verkefni hljóti styrki í ár. Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir 11 m.kr. í Viltu hafa áhrif? Alls bárust í ár 32 styrkumsóknir sem og nokkrar ábendingar um hvað betur megi fara í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar bæjarbúum fyrir fjölbreyttar umsóknir og ábendingar. Það er ljóst að bæjarbúar eru hugmyndaríkir um hvernig gera megi góðan bæ enn betri.

Lagt verður fyrir bæjarstjórn hverjir hljóta styrk við umræðu um fjárhagsáætlun 2. desember næstkomandi

Styrkirnir verða svo formlega afhentir fimmtudaginn 9. desember næst komandi.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search