Nú hækkar sól á lofti. Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur undanfarið unnið að gerð gönguleiða síðu fyrir Vestmannaeyjabæ og hefur síðan nú verið birt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Gönguleiðasíðuna má finna undir flipa merktum Mannlíf efst á síðunni
Nú eru birtar 9 gönguleiðir og er vonast til að fleiri gönguleiðum verði bætt við síðuna með vorinu, auk þess sem stendur til að síðan verði þýdd á ensku. Síðan er myndskreytt og leiðunum er lýst með táknmyndum og á korti. Skýringa á táknmyndum má finna á síðunni.
Náttúra Vestmannaeyja er stórbrotin og hægt er njóta hennar enn betur með því að ganga þessar fallegu gönguleiðir.
Síðuna má finna HÉR
Það er eflaust ólíkt hvernig við göngum þessar leiðir. Ef þið viljið koma á framfæri athugasemdum þá vinsamlega sendið okkur línu umhverfissvid@vestmannaeyjar.is
Að gerð síðunnar komu starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs (Sveinbjörg Ósk Hauksdóttir, Dagný Hauksdóttir, Sigurður Smári Benónýsson og Ólafur Snorrason), auk sumarstarfsmanna (Bergþóra Björgvinsdóttir og Guðjón Flosason), og álitsgjafa (Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Magnús Bragason og Svavar Steingrímsson).
Með kveðju, Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar