Þriðjudagur 27. september 2022

Allir spenntir fyrir skólaári án takmarkanna

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur hafið enn eitt skólaárið og enn einn árgangurinn, 49 nemendur sem nú hefja sína skólagöngu. „Við í skólanum erum alltaf spennt á haustin þegar nýtt skólaár byrjar. Það er alltaf ákveðin tilhlökkun að byrja aftur í skólanum, taka á móti nýjum nemendum í 1. bekk og sjá hvað nemendur hafa stækkað og þroskast yfir sumarið,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja í samtali við Tígul í vikunni. „Við erum líka spennt að sjá fyrir okkur eðlilegt skólaár og skólahald án nokkurra takmarkanna, eitthvað sem hafði einkennt síðustu tvö til þrjú skólaár hjá okkur.“ 

Tæki á hvern nemenda

Anna Rós sagði ýmislegt spennandi í gangi í skólanum. „Spjaldtölvuinnleiðingin hefur gengið mjög vel og nú erum við komin með tæki á hvern nemanda í skólanum, nemendur hafa núna annað hvort ipad eða chromebook tölvu til afnota í skólanum og góðan aðgang að öðrum tækjum. Þetta hefur haft góð áhrif á skólastarfið og breytt kennsluháttum til hins betra. Kennarar hafa einnig góðan aðgang að tækjum og verkefnastjóra sem styður þá í starfsþróun í þessum efnum.

Í tengslum við þróunarverkefnið okkar Kveikjum neistann, höfum við gert breytingar á stundatöflum í 1. og 2. bekk, þar sem áhersla er á einfaldari skóladag, hreyfingu snemma dags og þjálfunartíma þar sem nemendum er skipt í hópa og fá námsefni við hæfi, þessa tíma höfum við einnig innleitt í alla árganga í Hamarsskóla. Einnig erum við að leggja meira upp úr vali hjá nemendum á yngsta stigi. Með ýmis konar ástríðu- og/eða áhugasviðstímum.“  

Almenn ánægja með Kveikjum neistann

Þróunarverkefnið okkar Kveikjum neistann fór af stað síðasta og fyrsta skólaárinu í því lauk í vor

og er Anna Rós ánægð með hvernig til tókst. „Núverandi 1. bekkur fer inn í verkefnið núna á þessu skólaári og er þá annar árgangurinn sem fer inn í verkefnið. Fyrsta árið gekk mjög vel og við erum mjög ánægð með þann árangur sem náðist og fyrstu niðurstöður gefa okkur góða vísbendingu um að við séum á réttri leið.

Verkefnið snýst um að bæta árangur í læsi, mæta nemendum þar sem þau eru stödd, gefa þeim réttar áskoranir og hjálpa þeim að finna sína ástríðu. Í verkefninu er einnig mikið unnið með að efla gróskuhugarfar og er það líklega stærsta áskorunin, að efla hugarfar þannig að þrautseigja og trú á eigin getu sé ofan á og að fá alla með í það, starfsfólk skólans, nemendur og foreldra.“

Þar sagði Anna Rós árangursríkt skólastarf felast. „Árangursríkt skólastarf felst að mínu mati í því að kennarar, foreldrar og nemendur 

vinni saman að því að byggja ofan á þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur búa yfir á

hverjum tíma. Að ná árangri er samstarfsverkefni okkar allra og góður árangur næst ekki nema allir axli sína ábyrgð. 

Rannsóknir hafa sýnt að foreldrar eru einir helstu áhrifavaldar í lífi barna sinna. 

Carol Dweck, prófessor í sálfræði og ein af þeim sem hefur unnið mikið með að þróa gróskuhugarfar segir að: Ef foreldrar vilja gefa börnum sínum gjöf þá er besta gjöfin sú að kenna þeim að takast á við áskoranir, eflast af mistökum, að njóta þess að leggja sig fram og halda áfram að læra. Þetta mun veita börnunum færni til að byggja upp og viðhalda sjálfstrausti sem endist þeim alla ævi.

Þetta er samstarfsverkefni okkar allra, ég hef sagt það oft áður að Vestmannaeyjar eru mikið íþróttasamfélag, við höfum metnað til að standa okkur vel í íþróttum og foreldrar styðja vel við börnin sín á þeim vettvangi. Það er mín ósk að við náum þessum metnaði inn í skólann líka,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri við GRV að lokum 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is