Þriðjudagur 11. júní 2024

„Allir skipta máli“ – Þóra Hrönn rekur heilsugæslu í Gambíu

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir er ótrúlega kærleiksrík og gefandi kona sem býr í Vestmannaeyjum. Fyrir tveimur árum tók hún við rekstri og fjármögnun á heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Afríkuríkinu Gambíu. Reksturinn fjármagnar hún með sölu á notuðum fötum í verslun sinni sem heitir eins og þorpið Kubuneh. Hver króna af fatasölunni fer beint í að fjármagna heilsugæsluna og er öll vinna við verslunina í sjálfboðaliðastarfi. Fólk kemur með notuð föt og gefur til verslunarinnar sem svo eru endurseld, ýmsir aðilar hafa hjálpað til við saumaskap, afgreiðslu og fleira.

Þóra Hrönn með kynningu á starfinu í verslun sinni Kubuneh

Góðgerðarverkefnið kallar Þóra Hrönn „Allir skipta máli“. Í því felst m.a að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga en 12-15.000 manns hafa aðgang að heilsugæslunni.

„Allir skipta máli“ mun greiða fyrir nám starfmanna heilsugæslunnar sem vilja mennta sig til að verða hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður. Engin ljósmóðir er í þorpinu en þar eru 3 hjúkrunarfræðingar. Stefnan er einnig á að mennta ljósmóðir svo konur geti fætt börnin sín í Kubuneh en það er ekki hægt eins og staðan er núna.

Keyptu sjúkrabíl fyrir þorpið

Núna eru Þóra Hrönn og Daði Pálsson eiginmaður hennar stödd í Gambíu þar sem þau voru m.a að festa kaup á sjúkrabíl fyrir þorpið. Þau eru svo að skipuleggja ýmsar endurbætur og byggingu á fæðingarheimili. Þau hjónin mættu svo á staðinn með ýmsan varning sem kemur í góðar þarfir þar ytra s.s sáraumbúðir,lyf, fatnað, bolta ofl.

Hægt er að fylgjast með þessum einstöku hjónum og fallega starfinu þeirra á instagramsíðu Kubuneh : kubunehverslun

Einnig er hægt að styrkja þetta frábæra verkefni með því að versla í Kubuneh búðinni sem er við Vestmannabraut í Vestmannaeyjum eða leggja inn á reikning ; 0582-14-7007 Kt. 700720-04700

Alla greinina má lesa alla inn á Aldur.is 

Aldur eða Aldur er bara tala er síða sem að gefur eldri aldurshópum tækifæri til að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf  um mál er þá varða hvar sem þeir eru búsettir á landinu en mikil fjölgun er í hópi þeirra eldri  borgara sem hafa náð að tileinka sér tölvutæknina. En eins og nafnið gefur til kynna að þá er  Aldur bara tala og markmiðið líka að yngri aldurshópar og starfsfólk í öldrunarþjónustunni hafi  gagn og gaman að því að skoða síðuna.

Aldur er bara tala á einnig að hafa afþreyingargildi og jákvæð áhrif á heilsu og líðan með  uppbyggilegum og skemmtilegum greinum og viðtölum. Við tökum einnig vel á móti innsendum greinum og vangaveltum er snúa að því göfuga hlutverki að fá að eldast.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search