Þriðjudagur 27. september 2022

Allir í skýjunum með MATEY

Matey, sjávarréttahátíðin í Vestmannaeyjum, fór fram í fyrsta skiptið í síðustu viku og þótti hún heppnast vel í alla staði. „Ég er sérlega ánægður hvernig til tókst með þátttöku heimafólks,  gesta, samstarfsaðilanna hérna í Eyjum, veitingastaðanna, fiskvinnslufyrirtækjanna og annara matvælaframleiðenda, útgerða, safna, listafólks annara ferðaþjónustuaðila og styrktaraðila,“ sagði Frosti Gíslason sem hafði yfirumsjón með framkvæmd hátíðarinnar.

„Við erum nú að taka saman fjölda þeirra sem sóttu hátíðina en hún var bæði vel sótt af heimamönnum og fólki utan af landi sem kom sérstaklega til Eyja út af hátíðinni ásamt erlendum ferðamönnum  einnig,“ sagði Frosti sem taldi fjölda gesta hlaupa á nokkrum hundruðum. Uppselt var hjá öllum veitingastöðunum sem telfdu fram gestakokkum á hátíðinni, á laugardagskvöldið en einstaka borð laust hjá einhverjum á fimmtudags-  og föstudagskvöld.

 

Aðspurður sagði Frosti alltaf vera svigrúm til að bæta sig í öllu og það voru nokkur atriði sem þau munu gera öðruvísi næst. „Við viljum t.d. gefa það út nú með enn betri fyrirvara um dagsetningu næstu hátíðar en við stefnum að halda næstu MATEY sjávarréttahátíð í september 2023.“ Einhverjar betrumbætingar  er þegar búið að koma við fyrir næsta ár. „Eins og t.d. þá erum við þegar búin að tryggja leigubílar gangi lengur á virkum kvöldum á næstu sjávarréttahátíð. Svo munum við munum opna fyrr fyrir bókanir á veitingastöðunum og vera með fleiri matartengda viðburði,“ sagði Frosti stoltur í rómi.

 

Allir himinlifandi 

Þá sagði hann gestakokkana sem hingað komu sérstaklega til að taka þátt í hátíðinni vera himinlifandi með upplifunina og þótti þeim mikið til koma hversu margir og góðir veitingastaðir væru á þessari litlu Eyju okkar. „Þau voru sérlega ánægðir með gestrisni heimafólks og hversu vingjarnlegt fólk væri hér í Eyjum. Þau minntust á gæði vatnsins og hráefnisins hér, þessi frábæri ferski fiskur sem hér væri aðgengilegur á hverjum degi og einnig að hér væri starfandi fjöldi veitingastaða, gróðurhús, handverksbakarí, matvælaframleiðslufyrirtæki og mikil afþreying í boði fyrir heimafólk og gesti. Þau töluðu um hversu öflugt og kröftugt samfélagið hér væri og mikil jákvæðni og samstaða,“ sagði Frosti. 

 

„Við erum sjálf einnig himinlifandi yfir því hvernig til tókst, bæði ferðaþjónustuaðilar, veitingastaðirnir, fiskvinnslurnar, matvælaframleiðendur og aðrir.

Við erum svo þakklát þeim sem komu og tóku þátt og upplifðu fiskinn okkar á fjölbreyttan hátt.  Því ef heimafólk og gestir hefðu ekki komið og tekið þátt nú þá hefði ekki verið önnur.  En þar sem þátttakan var framar vonum höfum við ákveðið að blása til sjávarrréttahátíðarinnar MATEY á ný í september 2023,“ sagði Frosti og bætti við að lokum. „Við erum einnig þakklát þeim sem studdu hátíðina á einn eða annan hátt og veittu afþreyingu, gistingu, veitingar, ferðir.“

Það er klárt mál að þessi hátíð er komin til að vera og fer bara stækkandi með árunum. Takk, þið sem að henni stóðuð.

Ljósmynd: Karl Petersson ©2022

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is