Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Allir geta unnið í að bæta heilsuna

Anna Ólafsdóttir er að kenna námskeið sem kallast happy hips. Námskeiðið fer fram í Friðarbóli. Markmið Happy Hips er að kenna fólki sérstaka tækni, með boltum og hreyfiflæði, til að losa um spennu í bandvef, auka frammistöðu og bæta líðan í eigin líkama. Við fengum Önnu til að segja okkur aðeins frá tímunum. 

Fyrir hverja er Happy Hips?

Happy hips er í raun fyrir alla, allir geta unnið í að bæta heilsuna, hvort sem þú ert með verki í líkamanum og vilt vinna í því, eða ert topp íþróttamaður sem vill ná betri árangri með því að vinna með veikleika eða verki/meiðsli, sem dæmi er hægt að gera öndun skilvirkari með því að nudda öndunarvöðva sem getur nýst fólki í þolíþróttum vel.  

Hvað er þetta að gera fyrir okkur?

Tímarnir byggjast upp á léttu hreyfiflæði, öndunaræfingum, bandvefsnuddi með boltum, teygjum og virkjun vöðva. Við losum um spennu og jafnvel samgróninga í vöðvum og bandvef (fasciu) með boltununum. Meðal áhrifa af reglulegu bandvefsnuddi með boltunum eru: aukin líkamsvitund, linar verki og óþægindi-verkjastillandi, bætir öndun, minnkar streitu, eykur hreyfigetu og orkustig, bætir líkamsstöðu og frammistöðu og bætir svefn.

Hvernig er þátttakan á námskeiðunum?

Þátttakan á námskeiðum hefur verið mjög góð, ég var með 3 hópa fullbókaða í haust, og er nú með 4 hópa því það bættist við námskeið sem heitir Streitustjórnun, en hóparnir eru aðeins minni núna vegna covid.  

Er eitthvað sem fólk þarf að hafa með sér á námskeioðin?

Ég skaffa allt sem þarf, dýnur, kubba og bolta en er líka að selja boltana og mjög margir vilja eiga sína eigin bolta, sérstaklega núna í covid ástandinu, en það er líka gott að eiga sína eigin bolta til að geta notað þá heima líka, eða fyrir/eftir æfingar eða á ferðalögum.

Það er hún Sigrún Haraldsdóttir, jógakennari sem stofnaði vörumerkið Happy Hips. Ég lærði hjá Sigrúnu. Einnig fæ ég símenntun og fræðslu frá henni því hún er með þetta í sífelldri þróun. Þetta kerfi er byggt á Roll Model Method sem er hannað af Jill Milner (tuneupfitness.com). Ég tók námskeið frá henni og má því kalla mig Roll Model Method Practitioner, segir Anna að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search