Það er mikið gleðiefni að tilkynna að Alex Freyr Hilmarsson hefur samið við ÍBV til næstu 3ja ára segir í tilkynningu frá ÍBV.
Alex kemur frá KR en hann hefur einnig leikið með Grindavík og Víkingi R í efstu deild. Þessi öflugi miðjumaður hefur spilað 295 leiki í Meistaraflokki og skorað í þeim 60 mörk.
Til gamans má geta að Alex Freyr er menntaður sjávarútvegsfræðingur en hann flytur með fjölskyldu sína til Eyja af þessu tilefni og styrkir lið ÍBV í baráttunni í deild þeirra bestu.
Velkominn til Eyja Alex Freyr og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar.
Mynd: Hafliðið Breiðfjörð, Fotbolti.net