Laugardagur 24. september 2022

Aldingróður fjórfaldar framleiðslugetuna

Á fundi umhverfis- og skipulagsráð nú fyrr í vikunni samþykkti ráðið umsókn Aldingróðurs um stækkun á stöðuleyfi. Fyrir hafa þau ræktað í tveimur gámum en sóttu nú um leyfi fyrir tvo til viðbótar.

„Til þess að fyrirtækið geti vaxið og dafnað vantar frekara rými fyrir lageraðstöðu og stærra
ræktunarrými.
Framleiðslugeta okkar verður aukin fjórfalt á viku og fjárfesting upp á 12-15 milljónir.
Aldingróður er nú á sínu fjórða rekstrarári og hefur vaxið jafnt og þétt hvert einasta ár.
Við höfum til þessa einungis þjónustað Suðurland og skapað okkur sterka markaðsstöðu þar og
þjónustum um 70-80% af veitingastöðum og hótelum á því svæði,“ segir í umsókn Aldingróðurs.
„Tækifærin og markaðurinn er til staðar þar sem við framleiðum bestu fáanlegu vöru (sprettur) sem
völ er á og er orðin landsþekkt fyrir gæði og þjónustu.
Margar fyrirspurnir og mikill áhugi er á að Aldingróður hafi ræktunina einnig í boði í öðrum
landshlutum og þá sérstaklega í Reykjavík og erum við að vinna að því að finna lausn á því.
Ef af þessari stækkun verður mun það kalla á að við þurfum að ráða til okkar 1-2 starfsmenn, hvort
sem er í hluta- eða fullt starf.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is