Al Arabi lið Heimis Hallgríms komnir í úrslit Emir-bikarsinsins – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-10-30 at 18.16.11

Al Arabi lið Heimis Hallgríms komnir í úrslit Emir-bikarsinsins

30.10.2020

Fótbolti.net greindi rétt í þessu frá því að Al Arabi sé kominn í úrslitaleik Emir-bikarsins í Katar eftir sigur á Al Markhiya í dag.

Um er að ræða stærstu bikarkeppni landsins. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og Aron Einar Gunnarsson er leikmaður liðsins.

Freyr Alexandersson var í starfsliði Al Arabi í leiknum en hann er að taka við starfi aðstoðarþjálfara liðsins.

Aron Einar var á skotskónum í dag, hann skoraði fyrra mark Al Arabi í 0-2 sigri. Abdulaziz Al-Ansari skoraði seinna mark Al Arabi. Mörkin má sjá hér að neðan.

Þetta var fyrri undanúrslitaviðureignin því á morgun mætast Al Duhail og Al Sadd í hinni viðureigninni.

Fyrir þremur vikum var Al Arabi í bikarúrslitum QSL bikarsins og því er þetta annar bikarúrslitaleikurinn sem liðið kemst í á stuttum tíma.

23 ár eru síðan Al Arabi vann síðast stóran bikar.

Inná fótbolta.net er hægt að sjá markið sem Aron skoraði, smeltu hér 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Jólasveinaklúbbur 2020
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is