Laugardagur 30. september 2023

Al-Arabi komnir í undanúrslit bikarsins – Tígull heyrði í Heimi

13.02.2020

Al-Arabi varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit í Ooredoo deildabikarkeppninnar í Katar. Þýski sóknarmaðurinn Pierre-Michel Lasogga skoraði eina markið á 5. mínútu þegar Al-Arabi vann Al Wakra.

Tígull heyrði í Heimi og fékk að forvitnast hvað væri framundan en eins og flestir vita þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari Al-Arabi og þá leikur Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði með liðinu. Aron lék allan leikinn í dag.

Al-Arabi mætir annað hvort Al Rayyan eða Al Khor í undanúrslitum en það skýrist á laugardaginn þegar þau lið hafa lokið leik.

Þann 8.febrúar síðastliðinn spilaði Al-Arabi í Amir Cup bikarkeppninni en sá leikur endaði með 2 – 2 jafntefli. Farið var beint í vítaspyrnukeppni sem endaði 10-9 fyrir Al-Arabi. Aron Einar skoraði úrslitamarkið og er því Al-Arabi komið í 8 liða úrslit. Það verður dregið í Amir Cup næstkomandi sunnudag og til fróðleiks þá fá Bikarmeistarar í Amir Cup sæti í Meistaradeild Asíu svo það er til mikils að vinna.

Heimir, Kristófer og Íris

Myndir frá einkasafni Heimis og Arons eru birtar með leyfi frá þeim.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is