Al-Arabi komnir í undanúrslit bikarsins - Tígull heyrði í Heimi | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-02-13 at 16.38.14

Al-Arabi komnir í undanúrslit bikarsins – Tígull heyrði í Heimi

13.02.2020

Al-Arabi varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit í Ooredoo deildabikarkeppninnar í Katar. Þýski sóknarmaðurinn Pierre-Michel Lasogga skoraði eina markið á 5. mínútu þegar Al-Arabi vann Al Wakra.

Tígull heyrði í Heimi og fékk að forvitnast hvað væri framundan en eins og flestir vita þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari Al-Arabi og þá leikur Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði með liðinu. Aron lék allan leikinn í dag.

Al-Arabi mætir annað hvort Al Rayyan eða Al Khor í undanúrslitum en það skýrist á laugardaginn þegar þau lið hafa lokið leik.

Þann 8.febrúar síðastliðinn spilaði Al-Arabi í Amir Cup bikarkeppninni en sá leikur endaði með 2 – 2 jafntefli. Farið var beint í vítaspyrnukeppni sem endaði 10-9 fyrir Al-Arabi. Aron Einar skoraði úrslitamarkið og er því Al-Arabi komið í 8 liða úrslit. Það verður dregið í Amir Cup næstkomandi sunnudag og til fróðleiks þá fá Bikarmeistarar í Amir Cup sæti í Meistaradeild Asíu svo það er til mikils að vinna.

Heimir, Kristófer og Íris

Myndir frá einkasafni Heimis og Arons eru birtar með leyfi frá þeim.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X